Fundur utanríkismálanefndar fimmtudaginn 9. maí opinn fjölmiðlum

8.5.2019

Fundur utanríkismálanefndar Alþingis fimmtudaginn 9. maí kl. 13–18 verður opinn fjölmiðlum. Gestir fundarins verða eftirtaldir:

  • Kl. 13:00 Íslensk orkumiðlun (Magnús Júlíusson) og Valorka ehf. (Valdimar Össurarson)
  • Kl. 13:30 Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins
  • Kl. 15:00 Orkan okkar (Frosti Sigurjónsson, Haraldur Ólafsson, Ingibjörg Sverrisdóttir, Birgir Steingrímsson, Bjarni Jónsson, Elinora Sigurðardóttir og Erlendur Borgþórsson)
  • Kl. 16:00 Landsvirkjun (fulltrúi) og Landsnet (fulltrúi)
  • Kl. 16:40 Samtök iðnaðarins (Sigurður Hannesson og Lárus Ólafsson)
  • Kl. 17:00 Viðskiptaráð Íslands (Konráð S. Guðjónsson og Gunnar Dofri Ólafsson)
  • Kl. 17:30 Alþýðusamband Íslands (Drífa Snædal, Vilhjálmur Birgisson og Kristján Þórður Snæbjarnarson), Landssamband bakarameistara (Davíð Þór Vilhjálmsson, Sigurbjörg Rósa Sigþórsdóttir og Almar Þór Þorgeirsson) og Félag atvinnurekenda (fulltrúi)


Fundarefni:
777. mál, ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn)

Athygli er vakin á því að bannað er að streyma beint af fundinum sem og að koma fyrir hljóðnemum á borðum nefndarmanna og gesta. Vinsamlegast virðið fundarfrið og gætið þess að myndatökur og umgengni valdi ekki ónæði.