Fundur utanríkismálanefndar mánudaginn 6. maí opinn fjölmiðlum

3.5.2019

Fundur utanríkismálanefndar Alþingis mánudaginn 6. maí verður opinn fjölmiðlum frá kl. 10 til 11. Gestir fundarins verða Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst.

Fundarefnið er 777. mál, ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn).

Athygli er vakin á því að bannað er að streyma beint af fundinum sem og að koma fyrir hljóðnemum á borðum nefndarmanna og gesta.