Sameiginlegur fundur utanríkismálanefndar og atvinnuveganefndar föstudaginn 3. maí opinn fjölmiðlum

30.4.2019

Sameiginlegur fundur utanríkismálanefndar og atvinnuveganefndar föstudaginn 3. maí kl. 9:00 verður opinn fjölmiðlum. Gestir fundarins verða Birgir Tjörvi Pétursson og Ólafur Jóhannes Einarsson og verður fundurinn haldinn í fundarherbergi 5 í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10.

Fundarefnið er eftirfarandi:

777. mál, ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn)
791. mál, breyting á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku
792. mál, raforkulög (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)
782. mál, raforkulög og Orkustofnun (EES-reglur, viðurlagaákvæði)

Athygli er vakin á því að bannað er að streyma beint af fundinum sem og að koma fyrir hljóðnemum á borðum nefndarmanna og gesta. Ljósmyndun er ekki leyfð eftir að fundur hefst.