Heimsókn framkvæmdastjóra OECD

1.9.2015

Framkvæmdastjóri OECD heimsótti Alþingi í dag og átti fund með nefndar­mönnum í efnahags- og viðskipta­nefnd Alþingis. Á fundinum var rætt um skýrslu OECD um Ísland sem birt verður í dag.

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar, Frosti Sigurjónsson, ásamt nefndarmönnum Vilhjálmi Bjarnasyni, Sigríði Á. Anderssen, Birgittu Jónsdóttur og Helga Hjörvari, funduðu með Angel Gurría, framkvæmdastjóra OECD. Auk Gurría sátu fundinn fyrir hönd OECD Juan Yermo og Patrick Lenain. Einnig sátu fundinn fulltrúar utanríkisráðuneytis, Berglind Ásgeirsdóttir og Ólafur Sigurðsson.

Fundur framkvæmdastjóra OECD með efnahags- og viðskiptanefnd