Nefndadagar 19.–22. nóvember

13.11.2019

Dagarnir 19.–22. nóvember eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis.

Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi. Föstudaginn 22. nóvember er þó einungis gert ráð fyrir fundum fyrir hádegi til að gefa þingmönnum kost á að sækja barnaþing en bundið er í lög að umboðsmaður barna skuli boða til slíks þings annað hvert ár og að bjóða skuli þingmönnum til þátttöku á þinginu.

Gert er ráð fyrir að nefndir fundi á eftirfarandi tímum:

Þriðjudagur 19. nóvember

• Kl. 9–12: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd
• Kl. 13–16: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd

Miðvikudagur 20. nóvember

• Kl. 9–12: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd
• Kl. 13–15: Fundatími þingflokka
• Kl. 15–18: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd

Fimmtudagur 21. nóvember

• Kl. 9–12: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd
• Kl. 13–16: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd

Föstudagur 22. nóvember

• Kl. 9–12: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd

Endanlegir fundatímar nefnda og dagskrár funda birtast á síðunni Nefndafundir.