Nefndadagur fimmtudaginn 27. febrúar

24.2.2020

Við upphaf þingfundar mánudaginn 24. febrúar tilkynnti forseti um tvær breytingar á starfsáætlun. Fimmtudagurinn 27. febrúar verður nefndadagur en ekki þingfundadagur. Jafnframt kynnti forseti beiðni sem honum hafði borist frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um að fyrri umræða um fjármálaáætlun fyrir árin 2021–2025 fari fram nokkrum dögum síðar en starfsáætlun Alþingis gerir ráð fyrir eða 30. og 31. mars í stað 24. og 25. mars.

Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.

Gert er ráð fyrir að nefndir fundi á eftirfarandi tímum:

  • Kl. 9–12: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd.
  • Kl. 12–13: Hádegishlé
  • Kl. 13–17: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd.

Endanlegir fundatímar nefnda og dagskrár funda birtast á síðunni Nefndafundir á vef Alþingis.