Nefndadagur mánudaginn 31. ágúst

28.8.2020

Ákveðið hefur verið að mánudagurinn 31. ágúst verði nefndadagur. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.

Fundaþörf er mikil í fjárlaganefnd og velferðarnefnd vegna þeirra mála sem samkomulag er um að fjallað verði um á síðsumarsþinginu. Þær nefndir ganga því fyrir með fundartíma en aðrar nefndir geta fundað ef nauðsyn krefur og ef fundartími skarast ekki fyrir nefndarmenn.

Fundir nefnda verða alla jafna fjarfundir af sóttvarnarástæðum, sbr. afbrigði sem veitt voru á þingfundi 27. ágúst sl. frá ákvæðum 1. mgr. 17. gr. um skyldu nefndarmanna til að mæta á nefndafundi og frá 22. gr. um ályktunarbærni nefndafunda.

Fundatafla mánudagsins er sem hér segir:

Mánudagur 31. ágúst

  • kl. 8:30-12:00  Fjárlaganefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd
  • kl. 13:00-15:00  Þingflokksfundir
  • kl. 15:10-19:00  Fjárlaganefnd og velferðarnefnd


Endanlegir fundatímar nefnda og dagskrár funda birtast á vef Alþingis.