Opinn fundur í utanríkismálanefnd og atvinnuveganefnd með utanríkisráðherra 23. nóvember - bein útsending

22.11.2011

Utanríkismálanefnd og atvinnuveganefnd halda sameiginlegan opinn fund miðvikudaginn 23. nóvember kl. 15. Gestur fundarins verður Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Efni fundarins verður staða viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu, einkum er varðar samningskafla um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.