Opinn fundur atvinnuveganefndar og utanríkismálanefndar um aðildarviðræður að Evrópusambandinu 7. nóvember - bein útsending

4.11.2011

Atvinnuveganefnd og utanríkismálanefnd og halda opinn fund um stöðu viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu er varðar samningskafla um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál 7. nóvember. Fundurinn hefst kl. 15.00. Gestur fundarins verður Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Dagskrá fundarins.