Gestafundur, dagskrárliður 4 á fundi atvinnuveganefndar, málefni álvers á Bakka, verður opinn fréttamönnum

20.10.2011

Liður númer 4 á dagskrá fundar atvinnumálanefndar, málefni álvers á Bakka við Húsavík, sem hófst 20. október kl. 8.30 verður opinn fréttamönnum.

Gestir fundarins eru Hörður Arnarson frá Landsvirkjun, Bergur Elías Ágústsson frá Norðurþingi, Guðrún María Valgeirsdóttir frá Skútustaðahreppi og Tryggvi Harðarson frá Þingeyjarsveit.

Þess ber að geta að Bergur Elías Ágústsson, Guðrún María Valgeirsdóttir og Tryggvi Harðarson taka þátt í fundinum í gegnum síma.

Fundurinn er haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fréttamönnum meðan húsrúm leyfir.

Ekki verður um beina útsendingu að ræða frá fundinum.

Gestafundir opnir fjölmiðlamönnum eru haldnir samkvæmt nýju ákvæði 2. mgr. 19. gr. laga um þingsköp Alþingis.