Opinn fundur viðskiptanefndar um verðtryggingu á Íslandi

7.5.2010

Opinn fundur verður haldinn í viðskiptanefnd Alþingis mánudaginn 10. maí 2010 kl. 9.30. Verðtrygging á Íslandi verður til umræðu.

Gestir fundarins verða Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, og Friðrik Ó. Friðriksson og Marinó G. Njálsson, frá Hagsmunasamtökum heimilanna.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis að Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Fundurinn verður sendur beint út í ríkissjónvarpinu, á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis, sjá reglur.

Nánari upplýsingar veitir ritari viðskiptanefndar, Selma Hafliðadóttir lögfræðingur, í síma 563-0429 og Hildur Gróa Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi, í síma 897 5672.