Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður endurprentuð í þessari viku

29.4.2010

Ákveðið hefur verið að prenta þriðju prentun af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þar sem skýrslan eru uppseld í mörgum bókaverslunum. Prentuð verða 2.000 viðbótareintök og er þess vænst að hið nýja upplag skýrslunnar komi í verslanir strax eftir helgi.