Opinn fundur samgöngunefndar með samgönguráðherra um framkvæmd samgönguáætlunar 3. apríl 2009

3.4.2009

Samgöngunefnd Alþingis hélt opinn fund kl. 9.30 föstudaginn 3. apríl. Fundurinn var haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis að Austurstræti 8-10 og var opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Á fundinum var rætt um framkvæmd samgönguáætlunar, áform um útboð og fjármögnun þeirra og tillögur ráðuneytis um frestun framkvæmda vegna lækkunar framlaga á fjárlögum.

Gestir fundarins voru Kristján Möller samgönguráðherra, Ragnhildur Hjaltadóttir og Karl Alvarsson frá samgönguráðuneyti og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.

Fundurinn var sendur beint út á vef Alþingis og eru nú aðgengilegar hljóð- og myndupptökur. Fundurinn var jafnframt sendur út á sjónvarpsrás Alþingis og í ríkissjónvarpinu.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis, sjá reglur.