Opinn fundur fjárlaganefndar með fjármálaráðherra um samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og stöðu efnahagsmála 1. apríl 2009

1.4.2009

Fjárlaganefnd Alþingis hélt opinn fund kl. 9.30 miðvikudaginn 1. apríl.

Á fundinum var rætt um framvindu samkomulags íslenskra stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, aðgerðir í tengslum við það og stöðu efnahagsmála.

Gestir fundarins voru fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, Indriði H. Þorláksson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis, og Nökkvi Bragason, skrifstofustjóri fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytis.

Fundurinn var sendur út á sjónvarpsrás Alþingis og í ríkissjónvarpinu. Fundurinn var einnig sendur beint út á vef Alþingis og eru hljóð- og myndupptökur nú aðgengilegar.

Fundurinn var haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis, sjá reglur.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Brynja Einarsdóttir, forstöðumaður nefndasviðs, í síma 563 0500.