Heimsókn fulltrúa utanríkismálanefndar til Póllands

20.11.2002

Fulltrúar utanríkismálanefndar Alþingis heimsækja Pólland dagana 21.-23. nóvember.

Sendinefndina skipa Sigríður A. Þórðardóttir formaður, Einar K. Guðfinnson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Jónína Bjartmarz og Steingrímur J. Sigfússon auk Einars Farestveit ritara utanríkismálanefndar.

Jón E. Egilsson sendiherra Íslands í Berlín fylgir nefndinni á meðan á heimsókn stendur.

Nefndarmenn munu meðal annars eiga fund með utanríkismálanefnd og forseta pólska þingsins og eiga fundi í utanríkisráðuneyti og landbúnaðarráðuneyti. Til umræðu verða utanríkismál almennt og samskipti ríkjanna en áhersla verður lögð á málefni tengd stækkun Evrópusambandsins og áhrif þess á hagsmuni EES ríkja, stækkun NATÓ og viðskiptamál.