Fundir fastanefnda með ráðherrum opnir fulltrúum fjölmiðla 8.-16. október

7.10.2008

Fundir fastanefnda með ráðherrum sem opnir verða fulltrúum fjölmiðla verða haldnir dagana 8.-16. október nk. í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10.

Fundirnir verða sendir beint út á vef Alþingis, á sjónvarpsrás Alþingis og í ríkissjónvarpinu.

Nánari tímasetning fundanna sést undir Þingyfirlit á forsíðu vefs Alþingis.

Frekari upplýsingar veitir Sigrún Brynja Einarsdóttir, forstöðumaður nefndasviðs, í síma 563 0500.