Fundur utanríkismálanefndar með sendinefnd frá Evrópuþinginu

17.2.2004

Fundur utanríkismálanefndar með sendinefnd frá Evrópuþinginu 17. febrúar 2004

 

Árlegur fundur utanríkismálanefndar með sendinefnd frá Evrópuþinginu er haldinn í Reykjavík 17. febrúar 2004. Fundirnir nefndanna eru haldnir til skiptis á Íslandi og í Brussel.

Á dagskrá fundarins er meðal annars stækkun EES, stefna Evrópusambandsins gagnvart nágrannaríkjum ESB, fiskveiðimál, væntanleg stjórnarskrá Evrópusambandsins, orkumál o.fl.

Í sendinefnd Evrópuþingsins eru sex þinmenn auk embættismanna Evrópuþingsins og framkvæmdastjórnar ESB.