Allsherjar- og menntamálanefnd í vettvangsferð

18.8.2014

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fór í þrjár heimsóknir föstudaginn 15. ágúst. Fyrst var ferðinni heitið á Litla-Hraun og á Sogn þar sem Margrét Frímannsdóttir forstöðumaður fangelsisins tók á móti nefndinni og kynnti starfsemi stofnunarinnar.

Einnig hitti nefndin Afstöðu, félag fanga. Að lokum fór nefndin á Hólmsheiði þar sem Páll Winkel fangelsismálastjóri og Steinunn Valdís Óskarsdóttir frá innanríkisráðuneytinu fóru yfir framkvæmdir og uppbyggingu á nýju fangelsi.