Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 23. janúar

22.1.2015

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun halda opinn fund í dag, föstudaginn 23. janúar 2015, um álit umboðsmanns Alþingis vegna frumkvæðisathugunar hans á samskiptum innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Fundurinn hefst kl. 9.30 og lýkur um kl. 11.

Gestir fundarins verða: Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Hafsteinn Dan Kristjánsson, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis. Maren Albertsdóttir, lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis. Bein útsending.