Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 26. september - bein útsending

24.9.2013

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun halda opinn fund fimmtudag 26. september 2013 um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl. Fundurinn hefst kl. 9.00 og lýkur í síðasta lagi kl. 12.00.
 

Gestir fundarins verða:
Guðmundur Bjarnason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs
Gunnar S. Björnsson, fyrrverandi formaður og varaformaður stjórnar Íbúðalánasjóðs
Hákon Hákonarson, fyrrverandi formaður og varaformaður stjórnar Íbúðalánasjóðs.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum í ríkissjónvarpinu, á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis, sjá reglur.