Upptaka af opnum fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um Íbúðalánasjóð

26.9.2013

Opinn fundur var haldinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl. 26. september 2013. Á síðu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skýrsluna er hægt að skoða upptöku af fundinum og önnur gögn sem tengjast umfjöllun nefndarinnar um málið.

Gestir fundarins voru:
Guðmundur Bjarnason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Greinargerð Guðmundar Bjarnasonar.
Gunnar S. Björnsson, fyrrverandi formaður og varaformaður stjórnar Íbúðalánasjóðs
Hákon Hákonarson, fyrrverandi formaður og varaformaður stjórnar Íbúðalánasjóðs.

Fundurinn var haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis.