Skýrsla rannsóknarnefndar afhent

27.3.2017

Rannsóknarnefnd Alþingis um þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA í kaupum á 45,8% eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. sem skipuð var á grundvelli þingsályktunar frá 2. júní 2016, afhendir forseta Alþingis skýrslu sína miðvikudaginn 29. mars kl. 10:00. 

Í framhaldinu efnir nefndin til fréttamannafundar kl. 10:30 í Iðnó. 

Opnað verður fyrir aðgang að skýrslunni samhliða á vef rannsóknarnefnda Alþingis. Vefútgáfa skýrslunnar er aðalútgáfa hennar.