Upptaka af opnum fundi um skýrslu umboðsmanns Alþingis

15.11.2013

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hélt opinn fund 15. nóvember um skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2012 (pdf). Upptökur af opnum fundum fastanefnda eru á vefsíðum nefndanna og á vefsíðu með upptökum af öllum opnum nefndarfundum.

Gestir á fundinum voru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, Berglind Bára Sigurjónsdóttir, skrifstofustjóri hjá embættinu, og Hafsteinn Dan Kristjánsson, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis.

Fundurinn var haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis.