Opinn fundur um störf peningastefnunefndar 5. mars - Bein útsending

3.3.2014

Gestir frá Seðlabanka Íslands verða Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Katrín Ólafsdóttir fulltrúi í peningastefnunefnd.

Skýrsla peningastefnunefndar til Alþingis 2013 síðari hluti (pdf) sjá einnig fyrri skýrslur peningastefnunefndar til Alþingis á vef Seðlabanka Íslands.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum í ríkissjónvarpinu og á vef Alþingis og sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis, sjá reglur.