Umsagnir um „rammaáætlun“ um vernd og orkunýtingu landsvæða

5.10.2012

Öllum þeim sem sendu inn umsögn um þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 727. þingmál á 140. löggjafarþingi, er boðið að senda umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frekari umsögn fyrir síðari umræðu málsins á þessu þingi, 141. löggjafarþingi.

Vakin er athygli á því að málið er nú lagt fram nær óbreytt og verður tekið fullt tillit til fyrri umsagna.

Óskað er eftir því að umsagnir berist eigi síðar en 22. október nk. Sérstök athygli er vakin á því að samkvæmt 1. mgr. 28. gr. þingskapa geta þeir er mál varðar komið skriflegum athugasemdum sínum að eigin frumkvæði á framfæri við þingnefnd.

Vakin er athygli á því að málið er nú lagt fram nær óbreytt og verður tekið fullt tillit til fyrri umsagna. Óskað er eftir því að umsagnir berist eigi síðar en 22. október nk.

Sérstök athygli er vakin á því að samkvæmt 1. mgr. 28. gr. þingskapa geta þeir er mál varðar komið skriflegum athugasemdum sínum að eigin frumkvæði á framfæri við þingnefnd.

Leiðbeiningar um ritun umsagna.

Óskað er eftir því að svör við umsagnarbeiðnum og athugasemdir um þingmál séu send í tölvupósti á netfangið nefndasvid@althingi.is eða bréflega til nefndasviðs skrifstofu Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík.