Streymt frá opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar 19. nóvember um skólakerfið og stöðu nemenda

13.11.2020

Allsherjar- og menntamálanefnd heldur opinn fjarfund fimmtudaginn 19. nóvember kl. 8:15–9:15. Efni fundarins er skólakerfið og staða nemenda á tímum kórónuveirufaraldursins og gestur verður Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Vegna takmarkana á fundahaldi fastanefnda er ekki unnt að hafa fundinn opinn með hefðbundnum hætti eða taka á móti fjölmiðlum á nefndasviði Alþingis. Því verður fundinum streymt á vef þingsins og sjónvarpsrás þess.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér.