Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd þriðjudaginn 24. janúar kl. 8:30

23.1.2023

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heldur opinn fund þriðjudaginn 24. janúar í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10. Fundurinn hefst kl. 8:30 og stendur til 9:30.

Fundarefnið er heimild lögreglu til að bera rafvarnarvopn.

Gestir fundarins verða Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, Ragna Bjarnadóttir frá dómsmálaráðuneyti og Runólfur Þórhallsson og Ólafur Örn Bragason frá embætti ríkislögreglustjóra.

Fundurinn verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt X. kafla reglna um starfsreglur fastanefnda Alþingis.