Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þriðjudaginn 18. október kl. 9:10

17.10.2022

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund þriðjudaginn 18. október í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 9:10. 

Fundarefnið er kynning Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands á skýrslu sinni. Gestir fundarins verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri.

Fundurinn verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.
Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér. 

Fundurinn verður haldinn samkvæmt X. kafla reglna um starfsreglur fastanefnda Alþingis.

EVN_adalmynd_Efnahags-og-vidskiptanefnd-2022-03-23-Bragi-Thor_4

© Bragi Þór Jósefsson