Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd fimmtudaginn 9. mars um skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands

8.3.2023

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund fimmtudaginn 9. mars í húsnæði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 9:10.

Fundarefnið er skýrsla fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands fyrir árið 2022.
Gestir fundarins verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.

Fundurinn verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér. 

Fundurinn verður haldinn samkvæmt X. kafla reglna um starfsreglur fastanefnda Alþingis.