Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd föstudaginn 1. apríl

30.3.2022

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fund föstudaginn 1. apríl í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 11:15. Fundarefnið er samskipti íslenskra stjórnvalda við samstarfsríki varðandi refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi og Hvíta-Rússlandi frá 2010.

Gestur fundarins verður Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.

Fundurinn verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.
Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt X. kafla reglna um starfsreglur fastanefnda Alþingis.