Opinn fundur um skýrslu peningastefnunefndar - bein útsending

20.2.2017

Gert er ráð fyrir opnum fundi hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis með peningastefnunefnd Seðlabankans miðvikudaginn 22. febrúar kl. 9:00. 

Á fundinum verður rætt um skýrslu peningastefnunefndar.  

Gestir fundarins:

Kl. 9:00 Peningastefnunefnd, Már Guðmundsson, Arnór Sighvatsson og Katrín Ólafsdóttir.
Kl. 10:30 Alþýðusamband Íslands, Róbert Farestveit hagfræðingur og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri.
Kl. 10:50 Samtök atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson og Ásdís Kristjánsdóttir.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone. 

Fundurinn verður haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis.