Opinn fundur undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa föstudaginn 15. október

14.10.2021

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa heldur opinn fund föstudaginn 15. október kl. 10:45. Gestir fundarins verða Trausti Fannar Valsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, og Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. Þau eru boðuð á fundinn til að fjalla um lögfræðileg álitaefni í tengslum við verkefni nefndarinnar um undirbúning rannsóknar fyrir kjörbréf.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi á meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér. 

Um opna fundi fer skv. 19. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991 og X. kafla starfsreglna fastanefnda.