Streymt frá fjarfundi í efnahags- og viðskiptanefnd

26.8.2020

Efnahags- og viðskiptanefnd heldur fjarfund fimmtudaginn 27. ágúst kl. 9:00 með seðlabankastjóra um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir fyrri hluta árs 2020. Peningastefnunefndin skal skv. 3. mgr. 11. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019, gefa Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári og fjalla skal um skýrsluna í þeirri þingnefnd sem forseti Alþingis ákveður. Hefð er fyrir því að efnahags- og viðskiptanefnd fjalli um skýrsluna á opnum fundi.

Vegna takmarkana á fundahaldi fastanefnda verður um fjarfund að ræða og því ekki unnt að hafa fundinn opinn með hefðbundnum hætti eða taka á móti fjölmiðlum á nefndasviði Alþingis. Ákveðið hefur því verið að streyma fjarfundi nefndarinnar á vef þingsins og sjónvarpsrás þess.

Gert er ráð fyrir að fundurinn verði 75 mínútur. Gestir nefndarinnar verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér.