Streymt frá fjarfundi í velferðarnefnd 10. nóvember

4.11.2020

Þar sem ekki gafst tími á opnum fundi velferðarnefndar 4. nóvember til að taka á móti öllum gestum sem boðaðir voru hefur verið ákveðið að boða til nýs fundar um sama efni (Landspítali færður á neyðarstig) þriðjudaginn 10. nóvember kl. 13–14. Gestir fundarins verða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri, Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifstofustjóri og Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður ráðherra.

Vegna takmarkana á fundahaldi fastanefnda er ekki unnt að hafa fundinn opinn með hefðbundnum hætti eða taka á móti fjölmiðlum á nefndasviði Alþingis. Því verður fundinum streymt á vef þingsins og sjónvarpsrás þess.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér.