Streymt frá opnum fjarfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um ársskýrslu umboðsmanns Alþingis 2019

9.11.2020

Opinn fjarfundur verður haldinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd miðvikudaginn 11. nóvember kl. 9:00–10:30. Efni fundarins er ársskýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2019 og gestur verður Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.

Vegna takmarkana á fundahaldi fastanefnda er ekki unnt að hafa fundinn opinn með hefðbundnum hætti eða taka á móti fjölmiðlum á nefndasviði Alþingis. Fjarfundinum verður streymt á vef þingsins og sjónvarpsrás þess.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér.