Sumarfundur forsætisnefndar í Eyjafirði

17.8.2021

Forsætisnefnd Alþingis heldur sinn árlega sumarfund á Hótel Natur á Þórisstöðum í Eyjafirði 16.–17. ágúst. Sumarfundir forsætisnefndar eru haldnir í kjördæmum landsins til skiptis. Þetta eru að jafnaði tveggja daga fundir þar sem undirbúningur fyrir komandi þinghald er ræddur, auk þess sem ýmis mál er varða starfsemi og rekstur þingsins og stofnana þess eru til umfjöllunar.

Ásamt forsætisnefnd sitja fundinn embættismenn frá skrifstofunni og einnig sátu ríkisendurskoðandi og umboðsmaður Alþingis þann hluta fundarins þar sem fjallað var um málefni þeirra stofnana. Að loknum fundi heimsækir forsætisnefnd nýja starfsstöð Ríkisendurskoðunar á Akureyri og fær kynningu á verkefnum hennar. 

Sumarfundur-forsaetisnefndar-17082021