Tillaga starfshóps að frumvarpi til kosningalaga

16.9.2020

Á síðsumarsfundi forsætisnefndar Alþingis 14. september sl. var til umfjöllunar frumvarp starfshóps um endurskoðun kosningalaga en starfshópurinn skilaði tillögum sínum í frumvarpsformi í síðustu viku. Tillögurnar eru margþættar en meginefni þeirra lýtur að breyttri stjórnsýslu kosninga, einföldun regluverks og því að sett verði ein heildarlög um kosningar.

Hafinn er undirbúningur að framlagningu frumvarps til heildarlaga um kosningar. Meðfylgjandi er tillaga starfshópsins að frumvarpi til kosningalaga ásant skilabréfi starfshópsins, áhættumati vegna rafrænnar kjörskrár og yfirliti um tímafresti, þar sem borin eru saman núgildandi lög og tillögur starfshópsins.