Verklagsreglur undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa

12.10.2021

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa samþykkti á fundi sínum 8. október verklagsreglur. Í þeim eru m.a. ákvæði um hlutverk undirbúningsnefndar, gagna- og upplýsingaöflun, málsmeðferð kærumála, opna fundi og aðgengi að gögnum.

Í verklagsreglunum kemur fram að gögn verði birt opinberlega standi lög eða sérstök þagnarskylda því ekki í vegi. Gögn verða birt á vefsvæði nefndarinnar.

Þá er áréttað í reglunum að undirbúningsnefnd nálgast verkefni sitt á grundvelli málefnalegra sjónarmiða og á lögfræðilegu mati.

Reglurnar hafa verið staðfestar af forseta Alþingis með hliðsjón af 1. mgr. 8. gr. þingskapa.