Samantekt um þingmál

Íþróttalög

111. mál á 141. löggjafarþingi.
Mennta- og menningarmálaráðherra.

Markmið

Markmið frumvarpsins er að efla lyfjaeftirlit og lögfesta alþjóðaskuldbindingar ríkisins á sviði lyfjaeftirlits í íþróttum.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að ráðherra geti falið þar til bærum aðila framkvæmd lyfjaeftirlits í íþróttum með þjónustusamningi sem uppfylli tiltekin skilyrði til allt að fimm ára í senn. Kveðið er á um heimild ráðherra til að setja gjaldskrá vegna lyfjaeftirlitsins og annarrar þjónustu sem veitt er á grundvelli samnings um framkvæmd lyfjaeftirlits.

Breytingar á lögum og tengd mál

Íþróttalög nr. 64/1998.

  • Endurflutt: íþróttalög, 753. mál (mennta- og menningarmálaráðherra) á 140. þingi (31.03.2012)

Kostnaður og tekjur

Ekki er talið að samþykkt frumvarpsins hafi í för með sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð.

Umsagnir (helstu atriði)

Í þeim umsögnum sem bárust var einkum lögð áhersla á að tryggja yrði fé til lyfjaeftirlitsins.

Afgreiðsla

Allsherjar- og menntamálanefnd lagði fram nefndarálit með breytingartillögu þar sem lagt er til að gildistöku laganna verði frestað til 1. mars 2013, auk breytinga sem miða að því að fé til eftirlitsins sé tryggt. Breytingartillagan var samþykkt og varð frumvarpið að lögum svo breytt.

Aðrar upplýsingar

WADA
ÍSÍ - Alþjóðalyfjareglurnar
Anti-Doping Convention
Evrópusamningur gegn misnotkun lyfja í íþróttum C 6/1991.
Auglýsing um viðbótarbókun við samning gegn misnotkun lyfja í íþróttum C 20/2004.



Síðast breytt 29.11.2012. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.