Samantekt um þingmál

Skráð trúfélög

132. mál á 141. löggjafarþingi.
Innanríkisráðherra.

Markmið

Að jafna stöðu lífsskoðunarfélaga og skráðra trúfélaga og tryggja jafnrétti foreldra barns við ákvörðun um hvaða skráða trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi barn skuli tilheyra.

Helstu breytingar og nýjungar

Heimilt verður að skrá lífsskoðunarfélög líkt og trúfélög að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og öðlast félagið þannig sömu réttindi og skyldur og skráð trúfélög.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um skráð trúfélög nr. 108/1999.
Lagðar eru til breytingar á öðrum lögum. Mestar breytingar verða á lögum um sóknargjöld o.fl. nr. 91/1987, hjúskaparlögum nr. 31/1993 og lögum um þjóðskrá og almannaskráningu nr. 54/1962.

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir að einstaklingum sem ríkissjóður greiðir sóknargjöld fyrir fjölgi. Fjárlagaskrifstofa gerir ráð fyrir að brugðist verði við því með því að lækka á móti einingarverð sóknargjalda fyrir hvern einstakling. Reiknað er með að sá kostnaður sem til fellur vegna breytinga tölvukerfa hjá Þjóðskrá Íslands verði óverulegur.

Umsagnir (helstu atriði)

Nokkrir umsagnaraðila töldu þörf á skýrari skilgreiningu á trú- og lífsskoðunarfélagi en öðrum þóttu þær breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpinu frá 140. löggjafarþingi jákvæðar. Nokkrir töldu frumvarpið grafa undan grundvelli kristinna trúfélaga. Einn umsagnaraðili benti á að æskilegra væri að börn stæðu utan trú- eða lífsskoðunarfélaga þar til forráðamaður skráði þau. Bent var á að æskilegt væri að barn gæti tekið ákvörðun um inngöngu í eða úrsögn úr trú- eða lífsskoðunarfélagi við 14 ára aldur.

Afgreiðsla

Frumvarpið varð óbreytt að lögum.

Aðrar upplýsingar

Hjalti Hugason (2011). Endurskoðun á trúmálakafla [Tillaga til Stjórnlagaráðs um niðurfellingu VI. kafla stjórnarskrár og sameiningu 62.-64. gr.].
Lög um mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/1994.

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om medlemskab af folkekirken, kirkelig betjening og sognebåndsløsning LBK nr 622 af 19/06/2012.

Noregur
Lov om trudomssamfunn og ymist anna LOV-1969-06-13-25.
Lov om tilskott til livssynssamfunn LOV-1981-06-12-64.

Svíþjóð
Lag (1998:1593) om trossamfund.
Lag (1999:291) om avgift till registrerat trossamfund.

Finnland
Religionsfrihetslag 6.6.2003/453.
Lag om trossamfundens medlemsregister 21.8.1998/614.

Fjölmiðlaumfjöllun

Bjarni Randver Sigurvinsson og Pétur Pétursson. Um frumvarp til laga um trúfélög og lífsskoðunarfélög. Fréttablaðið 12.11.2012.

Breytingar á lögum um trúfélögRúv.is 23.1.2012.
Ingi Freyr Vilhjálmsson [kjallari]. Hugsanafrelsi barna í lög. DV 8.2.2012.
Sóknargjöld lækka með samþykkt. Mbl.is 13.2.2012.
Pawel Bartoszek. Leyfið börnunum að koma sjálfkrafa til mín. Fréttablaðið 13.4.2012.
Foreldrar skrái börn sín í trúfélög en ekki ríkið [fréttaskýring]. Morgunblaðið 27.4.2012.
Breyti trúfélagslögum í átt til jafnréttis [fréttaskýring]. Morgunblaðið 3.5.2012.



Síðast breytt 30.01.2013. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.