Samantekt um þingmál

Vegagerðin, framkvæmdastofnun samgöngumála

138. mál á 141. löggjafarþingi.
Innanríkisráðherra.

Markmið

Með frumvarpinu er lögð til heildarendurskoðun á skipulagi samgöngustofnana.

Helstu breytingar og nýjungar

Settar verði á fót tvær stofnanir: Annars vegar framkvæmdastofnun, Vegagerðin, og hins vegar stjórnsýslustofnun, Farsýslan. Stofnanirnar verða reistar á grunni núverandi samgöngustofnana, þ.e. Siglingastofnunar Íslands, Flugmálastjórnar Íslands, Umferðarstofu og Vegagerðarinnar.

Breytingar á lögum og tengd mál

Frá 1. janúar 2013 falla úr gildi ákvæði 3. málsl. 4. gr. og 5. gr. vegalaga, nr. 80/2007.

 

Kostnaður og tekjur

Verði frumvarpið óbreytt að lögum miðast mat innanríkisráðuneytisins við að útgjöld ríkissjóðs geti lækkað um samtals 160 milljónir kr. vegna samlegðaráhrifa í rekstri við sameiningu Flugmálastjórnar, Siglingastofnunar, Vegagerðarinnar og Umferðarstofu í tvær stofnanir.

Afgreiðsla

Meiri hluti umhverfis- og samgöngunefndar lagði fram sameiginlegt nefndarálit um frumvarp til laga um Farsýsluna og frumvarp til laga um Vegagerðina. Lagt var til að frumvörpin verði samþykkt með lítilsháttar breytingum og að þau taki gildi 1. júlí 2013 í stað 1. janúar 2013. Frumvarpið var samþykkt svo breytt.

Aðrar upplýsingar

Samgönguframkvæmdir. Stjórnsýsluúttekt. (2008)
Reykjavík: Ríkisendurskoðun.
Framtíðarskipan stofnana samgöngumála: greining og valkostir. Skýrsla nefndar samgönguráðherra. (2009) Reykjavík: Samgönguráðuneytið.
Sameining í ríkisrekstri – 4. Innanríkisráðuneyti. (2011) Reykjavík: Ríkisendurskoðun.

Vegagerðin

Vegalög nr. 80/2007.
Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002.



Síðast breytt 28.11.2012. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.