Samantekt um þingmál

Velferð dýra

283. mál á 141. löggjafarþingi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.

Markmið

Að koma á heildstæðri löggjöf um velferð dýra.

Helstu breytingar og nýjungar

Gert er ráð fyrir að í stað núverandi dýraverndarráðs verði sett á laggirnar sérstakt fagráð um velferð dýra sem hafi aðsetur hjá Matvælastofnun og fari yfirdýralæknir með formennsku í fagráðinu. Styrkt eru almenn ákvæði um meðferð dýra, meðhöndlun, aðbúnað og umhverfi. Úrræði til inngripa ef út af er brugðið eru efld, valdmörk í dýravelferðarmálum skýrð og eftirlit í málaflokknum treyst.

Breytingar á lögum og tengd mál

Verði frumvarpið samþykkt falla úr gildi lög nr. 15/1994, um dýravernd.

  • Endurflutt: Velferð dýra, 747. mál (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) á 140. þingi (31.03.2012)
  • Skylt mál: Búfjárhald, 282. mál (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) á 141. þingi (23.10.2012)

Kostnaður og tekjur

Fjárlagaskrifstofa fjármála- og efnahagsráðuneytis telur að ef viðhlítandi samkomulag náist milli ríkis og sveitarfélaga, um uppgjör verkefna sem ríkið yfirtekur, muni útgjöld vegna frumvarpanna ekki aukast meira en sem nemur kostnaði vegna nýrra lagaákvæða, þ.e. um 3 milljónir kr. á næsta ári þegar lögin taka gildi.

Umsagnir (helstu atriði)

Athugasemdir sem hafa borist snúast einkum um að skýra þurfi orðalag og hafa skilgreiningar nákvæmari. Þá vilja margir að gengið verði lengra en gert er í frumvarpinu til að tryggja mannúðlegri meðferð á dýrum.

Afgreiðsla

Samþykkt sem lög með töluverðum breytingum sem einkum skýrðu betur heimildir yfirvalda og tryggðu betur mannúðlega meðferð á dýrum.

Aðrar upplýsingar

Löggjöf á Norðurlöndum

Norsk lög:
Lov om dyrevelferd. LOV-2009-06-19-97.



Síðast breytt 15.04.2013. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.