Samantekt um þingmál

Opinberir háskólar

319. mál á 141. löggjafarþingi.
Mennta- og menningarmálaráðherra.

Markmið

Að allir opinberir háskólar búi við sama lagaumhverfi.

Helstu breytingar og nýjungar

Starfsemi Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla – Háskólans á Hólum er felld undir lög um opinbera háskóla.
Lagt er til að samstarf opinberra háskóla verði lögfest, svokallað háskólanet.
Ákvæði laga um opinbera háskóla eru samræmd breytingum á lögum um háskóla, nr. 63/2006, sem samþykktar voru á 140. löggjafarþingi, vorið 2012, þ.m.t. ákvæðum laganna um hæfisskilyrði starfsmanna háskóla.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lagðar eru til breytingar á lögum um opinbera háskóla nr. 85/2008.
Verði frumvarpið að lögum falla brott eftirfarandi lög:
Lög um búnaðarfræðslu nr. 57/1999.
2. mgr. 9. gr. og V. kafli, ásamt fyrirsögn, laga um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, nr. 64/1965.
Lög um tilraunastöð Búnaðarsambands Suðurlands og Landbúnaðarháskóla Íslands að Stóra-Ármóti, nr. 29/1981.
 

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir auknum framlögum til Landbúnaðarháskólans vegna búnaðar- og starfsmenntanáms á framhaldsskólastigi. Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna áframhaldandi reksturs háskólanetsins auki útgjöld ríkissjóðs árlega um a.m.k. 50 milljónir kr. eftir 2014 en verði samtals 600 milljónir kr. fyrir árin 2011–2014.

Umsagnir (helstu atriði)

Tvær umsagnir bárust. Menntavísindasvið Háskóla Íslands lagði til að ráðherra gerði ár hvert tillögur um fjárframlög til að mæta kostnaði vegna samstarfs opinberu háskólanna. Bændasamtök Íslands töldu frumvarpið setja búnaðar- og garðyrkjunám í landinu í uppnám.

Afgreiðsla

Frumvarpið varð að lögum með lítilsháttar breytingum.

Aðrar upplýsingar

Tillögur Vísinda- og tækniráðs um einföldun vísinda- og nýsköpunarkerfisins.
Einföldun á vísinda- og nýsköpunarkerfinu: skýrsla drög (2012). Reykjavík: Starfshópur Vísinda- og tækninefndar VTR.
 



Síðast breytt 03.04.2013. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.