Samantekt um þingmál

Skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins

417. mál á 141. löggjafarþingi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.

Markmið

Að leggja af lögboðna greiðslumiðlun sjávarútvegsins.

Helstu breytingar og nýjungar

Þótt lagt sé til að lögboðin greiðslumiðlun verði aflögð er í bráðabirgðaákvæði, með gildistíma til 1. janúar 2016, kveðið á um að fiskkaupendum sem taka við afla smábáta verði skylt að greiða allt að 0,5% af aflaverðmæti til samtaka útvegsaðila. Þá er lagt til að lög um greiðslu vátryggingariðgjalda fiskiskipa falli niður.

Breytingar á lögum og tengd mál

Breyta á lögum nr. 24/1986, um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, og lagt er til að felld verði úr gildi lög nr. 17/1976, um greiðslu vátryggingargjalda fiskiskipa.

Kostnaður og tekjur

Hefur ekki áhrif á tekjur og gjöld ríkissjóðs.

Umsagnir (helstu atriði)

Umsagnaraðilar benda meðal annars á að verið sé að uppfæra lög sem eru orðin úreld og að breytingarnar séu ekki nema að nokkru leyti í samræmi við raunveruleikann.

Afgreiðsla

Frumvarpið var samþykkt nær óbreytt. 

Aðrar upplýsingar

Helsta tilefni frumvarpsins er dómur Hæstaréttar, Hrd. frá 18. október 2010, í máli nr. 504/2008 (Landssamband smábátaeigenda), þar sem talið var að skylda til greiðslu félagsgjalda til Landssambands smábátaeigenda, eins og á stóð í málinu, væri í bága við rétt manna til að standa utan félaga skv. 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar, lög nr. 33/1944.



Síðast breytt 12.04.2013. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.