Samantekt um þingmál

Útlendingar

541. mál á 141. löggjafarþingi.
Innanríkisráðherra.

Markmið

Heildarendurskoðun á núgildandi lögum um útlendinga. Áhersla er lögð á að tryggja að lögin séu aðgengileg fyrir fólk sem byggir rétt sinn á þeim.

Helstu breytingar og nýjungar

Reglur um dvöl og dvalarréttindi útlendinga á Íslandi eru skýrðar og tímafrestir þrengdir. Sjálfstæð kærunefnd um málefni útlendinga mun taka við af innanríkisráðuneytinu sem meginúrskurðaraðili í málaflokknum. Móttökumiðstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd verður stofnuð og réttarstaða útlendinga í tengslum við sameiningu fjölskyldu styrkt. Grunngildi barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eru áréttuð sem grundvöllur ákvarðana og málsmeðferðar í öllum málum sem lögin ná til.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um útlendinga nr. 96/2002.
Lög um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97/2002.

  • Skylt mál: útlendingar, 703. mál (allsherjar- og menntamálanefnd) á 141. þingi (26.03.2013)
  • Skylt mál: útlendingar, 249. mál (innanríkisráðherra) á 143. þingi (20.12.2013)
  • Skylt mál: útlendingar, 728. mál (innanríkisráðherra) á 145. þingi (18.04.2016)

Kostnaður og tekjur

Áætlað er að aukin útgjöld leiði til 91 milljónar kr. kostnaðarauka fyrir ríkissjóð í fyrstu sem gæti lækkað í 73 milljónir kr. til lengri tíma litið. Með því að málsmeðferð á stjórnsýslustigi vegna hælisleitenda styttist, eins og gert er ráð fyrir, gætu heildarútgjöld við þennan málaflokk lækkað til langs tíma.

Umsagnir (helstu atriði)

Fjölmargar umsagnir bárust og sneru þær að flestum greinum frumvarpsins. Margir fögnuðu heildarenduskoðun útlendingalaga en öðrum þóttu ákvæði frumvarpsins flókin og óskýr. Meðal annars var kallað eftir heildstæðu mati á áhrifum frumvarpsins á vinnumarkað og sveitarfélög.

Afgreiðsla

Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Aðrar upplýsingar

Skýrsla nefndar um málefni útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins (2012). Reykjavík: Innanríkisráðuneytið.
Skýrsla nefndar um meðferð hælisumsókna (2009). Reykjavík: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið.

Löggjöf á Norðurlöndum
Danmörk
Bekendtgørelse af udlændingeloven LBK nr 984 af 02/10/2012.

Noregur
Lov om utlendingers adgang til riket og deres opphold her (utlendingsloven) LOV-2008-05-15-35.

Svíþjóð
Utlänningslag (2005:716).

Finnland
Utlänningslag 30.4.2004/301.



Síðast breytt 12.04.2013. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.