Samantekt um þingmál

Geislavarnir

561. mál á 141. löggjafarþingi.
Velferðarráðherra.

Markmið

Heildarendurskoðun laga um geislavarnir vegna áherslubreytinga á alþjóðlegum vettvangi.

Helstu breytingar og nýjungar

Með frumvarpinu er lögð aukin áhersla á læknisfræðilega notkun geislunar og að ávallt skuli réttlæta notkun geislunar. Lagt er til bann við íblöndun geislavirkra efna við framleiðslu matvæla, fóðurs, leikfanga, skartgripa og snyrtivara.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um geislavarnir nr. 44/2002.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Umsagnir (helstu atriði)

Tvær umsagnir höfðu borist áður en umsagnafrestur rann út. Landlæknisembættið lagði meðal annars til að við 9. gr. frumvarpsins yrði bætt ákvæði um gagnkvæma upplýsingaskyldu Geislavarna ríkisins og sóttvarnalæknis um óvænta geislaatburði sem valdið geta heilsutjóni.

Afgreiðsla

Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Aðrar upplýsingar

The European Atomic Energy Community (EURATOM).
Radiation Protection and Safety of Radiation Sources: International Basic Safety Standards - Interim Edition General Safety Requirements Part 3 (2011). IAEA
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA).

Löggjöf á Norðurlöndum
Noregur
Lov om strålevern og bruk av stråling [strålevernloven]. LOV-2000-05-12-36.



Síðast breytt 12.04.2013. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.