Samantekt um þingmál

Öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum

92. mál á 141. löggjafarþingi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.

Markmið

Að innleiða tilskipanir Evrópusambandsins um endanlegt uppgjör í greiðslukerfum og verðbréfauppgjörskerfum.

Helstu breytingar og nýjungar

Breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu miða að því að skilgreina betur en gert er í gildandi lögum hvaða kerfi falla undir lögin og hverjir geta verið þátttakendur í greiðslukerfum.

Breytingar á lögum og tengd mál

Breyta á lögum nr. 90/1999, um öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkissjóðs.

Umsagnir (helstu atriði)

Einungis barst umsögn frá Seðlabankanum sem gerir lítilsháttar athugasemdir en bendir á að æskilegt væri að endurskoða lögin í heild.

Afgreiðsla

Samþykkt með minniháttar breytingum.

Aðrar upplýsingar

Með frumvarpinu er lagt til að innleidd verði ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/44/EB sem lúta að breytingum á tilskipun 98/26/EB, um endanlegt uppgjör í greiðslukerfum og uppgjörskerfum fyrir verðbréf.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gaf út skýrslu 27. mars 2006, Evaluation Report on the Settlement Finality Directive 98/26/EC, um hvernig tilskipun 98/26/EB virkaði í framkvæmd í aðildarríkjunum.Síðast breytt 27.12.2012. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.