Samantekt um þingmál

Hagstofa Íslands

14. mál á 142. löggjafarþingi.
Forsætisráðherra.

Markmið

Að efla hagskýrslugerð til að fá nánari upplýsingar um fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja.

Helstu breytingar og nýjungar

Tekin verða af öll tvímæli um að Hagstofunni verði heimilt að óska eftir persónugreinanlegum upplýsingum af fjárhagslegum toga frá fyrirtækjum og einstaklingum um viðskipti þeirra við þriðja aðila.

Breytingar á lögum og tengd mál

Breyta á lögum nr. 163/2007 um Hagstofu Íslands.

Kostnaður og tekjur

Hefur ekki aukinn kostnað í för með sér.

Aðrar upplýsingar

Í greinargerð með frumvarpinu er meðal annars vísað til laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í núgildandi lögum eru heimildir til persónugreinanlegra upplýsinga varðandi fjármál, t.d. í lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt, sbr. 94. gr., og lögum nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, sbr. 9. gr.

Persónuvernd.

Hagstofa Íslands.

Recommendation CM/Red(2007)8 of the Committee of Ministers to member states on legal solutions to debt problems. Council of Europe.

Stiglitz, J.E. (2009) Report by the Commission on the Measurement of Economic Performance and Social Progress.  [Stiglitz-skýrslan].

Löggjöf á Norðurlöndum

Noregur

Lov om offisiell statistikk og Statistisk Sentralbyrå (statistikkloven) LOV 1989-06-16 nr 54. Sjá gr. 2.2
Ensk þýðing: The Statistics Act of 1989

Finnland

Statistiklag 23.4.2004/280. Sjá gr. 14. og 15.
Ensk þýðing: The Statistics Act (280/2004)

Síðast breytt 25.06.2013. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.