Samantekt um þingmál

Miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara

12. mál á 143. löggjafarþingi.
Róbert Marshall.

Markmið

Að heimila og stuðla að miðlun upplýsinga um misgerð, tryggja vernd uppljóstrara og stuðla að gegnsæi um upplýsingar sem varða almannahagsmuni og eiga erindi til almennings.

Helstu breytingar og nýjungar

Frumvarpið tekur til uppljóstrara sem miðla, hyggjast miðla, gera tilraun til að miðla eða eru grunaðir um að miðla upplýsingum um misgerð eða eru í góðri trú um að upplýsingarnar séu um misgerð.  
Það tekur til upplýsinga sem varða ríki, sveitarfélög, stofnanir þeirra, aðra opinbera aðila, lögaðila í opinberri eigu að hluta eða að fullu og starfsemi einkaaðila. 
Í frumvarpinu er kveðið á um skilyrði fyrir vernd uppljóstrara og réttindi þeirra.

Breytingar á lögum og tengd mál

Kostnaður og tekjur

Kemur ekki fram í frumvarpinu.

Umsagnir (helstu atriði)

Umsagnaraðilar gerðu nokkrar athugasemdir við frumvarpið. Meðal annars taldi Persónuvernd að gera þyrfti umtalsverðar breytingar til að frumvarpið gæti falið í sér viðunandi lagaramma.

Afgreiðsla

Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Aðrar upplýsingar

Samningur Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu. Sjá bls. 6-58.
Samningur Evrópuráðsins á sviði refsiréttar um spillingu. Sjá bls. 6-22.
Samningur Evrópuráðsins á sviði einkamálaréttar um spillingu. Civil Law Convention on Corruption.
Þing Evrópuráðsins: Resolution 1729 (2010).  Protection of "whistle-blowers".
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 95/46/EB um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga. (Persónuverndartilskipunin). Sjá einkum 29. gr.
Opinion 1/2006 on the application of EU data protection rules to internal
whistleblowing schemes in the fields of accounting, internal accounting controls,
auditing matters, fight against bribery, banking and financial crime.


Löggjöf í Noregi, Bretlandi og í Bandaríkjunum
Noregur
Lov om arbeidsmiljø, arbeidstid og stillingsvern mv. (arbeidsmiljøloven) LOV-2005-06-17-62.

Bretland
Public Interest Disclosure Act 1998.

Bandaríkin
Sarbanes–Oxley Act 2002 .
Whistleblower Protection Act of 1989.



Síðast breytt 19.05.2014. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.