Samantekt um þingmál

Siglingavernd o.fl.

221. mál á 143. löggjafarþingi.
Innanríkisráðherra.

Markmið

Að bregðast við fjölgun innbrota á flugvallar- og hafnarsvæði og endurtekinni ósæmilegri hegðun flugfarþega gagnvart öðrum farþegum og áhöfn. Að skýra ákvæði í lögreglulögum vegna bakgrunnsathugana.

Helstu breytingar og nýjungar

Kveðið er skýrt á um að innbrot á flugvallar- og hafnarsvæði séu óheimil og varði refsingu. Heimildir Samgöngustofu og tollstjóra til að krefjast úrbóta vegna flugvallar- og hafnarsvæða eru skýrðar og þeim veitt úrræði til að bregðast við með sektum. Flugrekendum er veitt heimild til að bregðast við brotum á flugvernd vegna óláta farþega. Skýrt er hvaða aðili innan lögreglukerfisins ber ábyrgð á bakgrunnsathugunum og útgáfu öryggisviðurkenninga eða öryggisvottana.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um siglingavernd nr. 50/2004.
Lög um loftferðir nr. 60/1998.
Vopnalög nr. 16/1998.
Lögreglulög nr. 90/1996.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Umsagnir (helstu atriði)

Félag íslenskra atvinnuflugmanna, Flugfreyjufélag Íslands og Flugvirkjafélag Íslands telja frumvarpið veita of víðtæka heimild til að afla persónuupplýsinga og brjóta í bága við 71. og 75. gr. stjórnarskrárinnar. Að sama skapi telja Icelandair, Samtök ferðaþjónustunnar og Viðskiptaráð að í 11. gr. frumvarpsins sé gengið mun lengra en í reglugerð EB nr. 185/2010, um flugvernd, og telja að greinin eigi að falla niður.

Afgreiðsla

Frumvarpið var afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.

Aðrar upplýsingar

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 185/2010 um ítarlegar ráðstafanir til að framfylgja sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd.

Fjölmiðlaumfjöllun

Segja fordæmalausar blekkingar vera í frumvarpi. Fréttablaðið 10.3.2014.
Gagnrýna "persónunjósnir". Fréttablaðið 4.3.2014.
"Varðar ekki almannaöryggi þótt flugmaður standi í forræðisdeilu." Visir.is 4.3.2014.



Síðast breytt 20.05.2014. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.